Enska knatt­spyrnu­sam­bandið hefur sett af stað rann­sókn á at­burða­rás sem átti sér stað í leik í utan­deild þar í landi þar sem ráðist var á dómara leiksins sem fór fram í Lan­cas­hire með þeim af­leiðingum að leggja þurfti hann inn á spítala.

Dómarinn, sem ber nafnið David Brads­haw var lagður inn á sjúkra­hús með al­var­lega á­verka eftir að leik­maður utan­deildar­liðsins Platt Brid­ge réðst á hann í leik gegn Wigan Rose.

Platt Brid­ge, fé­lag leik­mannsins hefur gefið út yfir­lýsingu í tengslum við málið þar sem fé­lagið segist ekki líða of­beldi.

„Við skömmumst okkar fyrir það sem átti sér stað, leik­maðurinn fær ekki að leika með okkar fé­lagi á­fram. Við sem lið vonumst til að geta unnið aftur að því að efla orð­spor okkar."

Sjálfur hefur dómarinn, David sent frá sér færslu á Twitter þar sem hann segist lifa þetta af. Hann þakkar fyrir skila­boðin sem honum hafa borist.

Enska knatt­spyrnu­sam­bandið segir að alls hafi tvö svona at­vik komið upp í Lanchas­hire um síðast­liðna helgi. „Nú er nóg komið," segir í yfirlýsingu þess.

„Við höfum sett af stað rann­sókn á þessum at­burðum og leggjum á það á­herslu að þeir séu skoðaðir hratt og örugg­lega."