„Hólm­fríður er þetta alltaf jafn gaman þrátt fyrir aldurinn þinn,“ og verandi kannski haltrandi eftir leik,“ er spurning sem dómari bar upp við Hólm­fríði Magnús­dóttur, leik­mann Sel­foss áður en hann flautaði til leiks í sumar. Hólm­fríður segir frá málinu í nýrri Face­book færslu.

Hólm­fríður hefur verið opin með reynslu sína eftir að hún eignaðist son í fyrra. Sagði hún í við­tali við Frétta­blaðið í síðasta mánuði að hún hefði raunar verið ó­viss um að hún myndi taka skóna upp á ný í sumar. Lið hennar fór með sigur Mjólkur­bikarnum, þar sem Hólm­fríður gegndi lykil­hlut­verki.

„Einn dómari labbaði að mér í sumar áður en hann flautaði til leiks og sagði. Hólm­fríður er þetta alltaf jafn gaman þrátt fyrir aldurinn þinn, og verandi kannski haltrandi eftir leik,“ skrifar Hólm­fríður á sam­fé­lags­miðlinum.

„Ég horfði á hann og svaraði ekki. Þrátt fyrir að ég er búin að bera barn, þá get ég alla­vega sagt að ég var í 100% betra formi en hann miðað við hans aldur.“

Fréttablaðið/Skjáskot