Í skýrslu úttektarnefndar hefur KSÍ borist tvær tilkynningar til viðbótar um kynferðisofbeldi frá 2010 en þar var um að ræða knattspyrnudómara sem var látinn hætta dómgæslu og einstakling sem var verktaki í tímabundnu verkefni með yngri landsliði.

Þetta kemur fram í skýrslunni sem hægt er að lesa hér.

Þar kemur fram að knattspyrnudómari hafi hlotið dóm fyrir nauðgun. Um leið og KSÍ hafi borist orð af sakfellingu hans hafi tafarlaust verið ákveðið að hann myndi ekki dæma fleiri leiki.

Beiðni mannsins um að hann fengi að dæma leiki á meðan mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan fyrir sambandið.

Hitt málið mun varða hegðun einstaklings sem sinnti tímabundnu verkefni sem verktaki í keppnisferð eins af yngri landsliðum Íslands og beindist að starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á.

Sá verktaki mun ekki hafa sinnt neinum verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið.

Auk þess er nefndinni kunnugt um tvö mál frá árinu 2010 þar sem KSÍ hefur þurft að taka á kynferðislegri áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hefur verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ