Ástralskur alríkisdómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni tenniskappans Novak Djokovic um að vísa honum ekki úr landi. Barátta óbólusetta tenniskappans um að fá að keppa á Opna ástralska mótinu er því lokið.
Dómarar komust að þeirri niðurstöðu að innflytjendaráðherra Ástralíu hafi ekki farið út fyrir valdsvið sitt með því að neita Djokovic um vegabréfsáritun.
Djokovic segist „virkilega vonsvikinn“ með ákvörðunina en tekur fram að hann muni virða hana og yfirgefa landið.
Í yfirlýsingu segist hann miður sín yfir því að öll athygli fjölmiðla hafi verið sér á síðustu vikum og vonast til þess að allir geti núna einbeitt sér að mótinu.
Djokovic er á efsta sæti heimslistans í Tennis en hann þarf einungis að vinna eitt stórmót til viðbótar til þess að ná metinu yfir flest unnin mót.
Frétt The New York Times um málið.
