Ástralskur al­ríkis­dóms­tóll hafnaði á­frýjunar­beiðni tenni­s­kappans Novak Djoko­vic um að vísa honum ekki úr landi. Bar­átta óbólu­setta tenni­s­kappans um að fá að keppa á Opna ástralska mótinu er því lokið.

Dómarar komust að þeirri niður­stöðu að inn­flytj­enda­ráð­herra Ástralíu hafi ekki farið út fyrir vald­svið sitt með því að neita Djoko­vic um vega­bréfs­á­ritun.

Djoko­vic segist „virki­lega von­svikinn“ með á­kvörðunina en tekur fram að hann muni virða hana og yfir­gefa landið.

Í yfir­lýsingu segist hann miður sín yfir því að öll at­hygli fjöl­miðla hafi verið sér á síðustu vikum og vonast til þess að allir geti núna ein­beitt sér að mótinu.

Djoko­vic er á efsta sæti heims­listans í Tennis en hann þarf einungis að vinna eitt stór­mót til við­bótar til þess að ná metinu yfir flest unnin mót.

Frétt The New York Times um málið.

Fréttablaðið/Getty