Novak Djokovic vann Roger Federer í mögnuðum úrslitaleik á Wimbledon-mótinu í tennis karla í dag. Úrslit leiksins réðust í bráðabana í oddalotu.

Djokovic vann fyrstu lotuna 7-6 (7-5) en Federer jafnaði metin með 1-6 sigri í annarri lotu. Serbinn náði forystunni á nýjan leik með því að bera sigurorð í þriðju lotu 7-6 (7-4). Svisslendingurinn knúði svo fram oddalotu með því að bera 4-6 sigur úr býtum í fjörðu lotu.

Það var svo 13-12 (7-3) sigur í bráðabana í oddalotunni sem tryggði Djokovic Wimbledon-titilinn annað árið í röð og alls í fimmta skipti. Þetta var 16. risamótstitill Serbans.

Leikurinn var lengsti úrslitaleikur í sögu Wimbledon-mótsins en viðureignin stóð yfir í fjór­ar klukku­stund­ir og 57 mín­út­ur.