Ástralskur dómstóll dæmdi serbneski tennisspilaranum Novak Djokovic í vil í nótt og úrskurðaði að neitun ástralskra stjórnvalda á vegabrefsáritun vegna sóttvarna hafi verið óheimil.

Þar af leiðandi er Djokovic sloppinn úr einangrun en það er svo undir ákvörðun stjórnvalds útlendingamála í Ástralíu komið hvort hann getur tekið þátt í opna ástralska meistaramótinu sem hefst í næstu viku.

Djokovic, sem er efstur á heimslistanum í tennis, hefur verið í einangrun eftir komu sína til Ástralíu en honum var neitað um vegabréfsáritun þar sem hann er ekki bólusettur vegna kórónaveirunnar.

Lögmenn Djokovic sögðu hann hafa flogið til Ástralíu og gert ráð fyrir að komast inn í landið þar sem hann hefur smitast tvisvar sinnum kórónaveirunni og af þeim sökum hafi tennisspilarinn ekki þurft á bólusetningu að halda.

Dómstóllinn var sammála þessum rökum lögmanna Djokovic og nú er það í höndum ástralskra stjórnvalda hvort hann geti spilað á opna ástralska meistaramóinu eður ei.

Mótið hefst mánudaginn 17. janúar en dregið verður í fyrstu umferð mótsins á fimmtudaginn kemur.