Novak Djokovic sem er efstur á heimslistanum í tennis karla var greindur með kórónaveirunni í vikunni. Serbneski tennisspilarinn hefur verið að spila á Adria mótinu sem haldið var í Króatíu síðustu dagana. Þar voru áhorfendur beðnir um að virða fjarlægðatakmarkanir.

Myndir náðust svo af Djokovic að skemmta sér á næturklúbbi með öðrum þátttakendum á mótinu en nokkrar þeirra hafa sömuleiðis fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku sinni. Smitið kom fram í skimun sem Djokovic fór í við heimkomuna til Serbíu. Eiginkona hans, Jelena, og börn hans fóru einnig í sýnatök á flugvellinum í Belgrad en sýni þeirra voru neikvæð.

„Ég fór eftir öllum þeim varrúðarráðstöfunum sem voru í gildi þegar mótið fór fram en því miður dugði það ekki til. Ég finn ekki fyrir neinum einkennum en mun fara í einangrun næstu tvær vikurnar," segir Djokovic í tilkynningu sem hann sendi frá sér.

„Mér þykir mjög leitt að hafa smitast og vona innilega að ég hafi ekki smitað aðra. Vonandi mun þessa veira hverfa úr lífi okkar innan tíða. Ég mun fara í rannsóknir næstu dagana til þess að ganga úr skugga um að sýkingin sé farin áður en ég fer út á meðal fólks að nýju," segir hann enn fremur.