Djokovic sem vann þrjá af fjórum risatitlum þessa árs er jafn Roger Federer og Rafa Nadal með tuttugu risatitla sem er met í karlaflokki.

Serbinn vildi ekki gefa það út hvort að hann væri búinn að þiggja bóluefni og bætti við að hann væri ekki viss hvort að hann verja titill á Opna ástralska, fyrsta risamóti ársins.

Um leið hafa yfirvöld í Ástralíu ítrekað að það verði engar undanþágur veittar fyrir leikmenn.

„Covid-19 veirunni er alveg sama í hvaða sæti á heimslistanum þú ert eða hversu marga risatitla þú hefur unnið. Það skiptir engu máli. Einstaklingar þurfa bóluefni til að tryggja öryggi sitt og annarra,“ sagði Daniel Andrews, fylkisstjóri Victoria í Ástralíu þegar hann var spurður hvort að einstaklingar eins og Djokovic gætu fengið undartekningu á kröfum stjórnvalda.