Serbneska markvörðurinn Vladan Djogatovic hefur gengði til liðs við KA sem lánsmaður frá Grinda­vík en honum er ætlað að fylla skarð Kristij­ans Jajalo sem er handarbrotinn.

Djogatovic hefur leikið með Grindavíkurliðinu síðustu tvö keppnistímabil.

Þessi þrautreyndi markvörður gæti spilað með KA þegar liðið mætir KR-inga heim í ann­arri um­ferð Íslandsmótins í Vesturbænum í kvöld.

Steinþór Már Auðuns­son varði mark KA-liðsins þegar liðið gerði markalaust jafntefli við HK í fyrstu umferðinni.