Gróttu hefur verið dæmdur 3-0 ó­­­sigur í tveimur leikjum sínum, gegn KR og Breiða­blik, í síðari um­­­ferð Ís­lands­­móts 60 ára og eldri fyrir að hafa spilað leik­­mönnum undir 60 ára aldri. Málið hefur farið í gegnum aga- og úr­­­skurðar­­nefnd KSÍ og nú hefur á­frýjunar­­dóm­­stóll stað­­fest niður­­­stöðu nefndarinnar.

Á­frýjunar­­dóm­­stóll segir engan vafa liggja á því að í um­­ræddum leikjum hafi leik­­menn undir 60 ára aldri spilað með Gróttu.

Aðal spurningin hafi verið hvort aga- og úr­­­skurðar­­nefnd sem og á­frýjunar­­dóm­­stóllinn hefði lög­­sögu til að taka til með­­ferðar mál vegna Ís­lands­­móts 60 ára og eldri.

Að mati á­frýjunar­­dóm­­stólsins er það ó­­t­ví­rætt mat að allir knatt­­spyrnu­­leikir sem eru hluti af skipu­lagðri knatt­­spyrnu­­keppni hjá KSÍ skuli fara fram í sam­ræmi við knatt­­spyrnu­lögin og sam­­kvæmt lögum og reglu­­gerðum KSÍ og er sú raunin með um­­rædda leiki.

Þar sem Grótta hafi gengist við að hafa spilað leik­­mönnum undir 60 ára aldri í leikjum sínum við KR og Breiða­blik í síðari um­­­ferð Ís­lands­­mótsins er ó­­hjá­­kvæmi­­legt annað, að mati á­frýjunar­­dóm­­stólsins, en að líta svo á að lið á­frýjanda hafi verið ó­­lög­­lega skipað.

Fengu leyfi í fyrri umferð

Áður hafði aga- og úr­­­skurðar­­nefnd KSÍ kveðið upp þann dóm að úr­­slitin úr leikjum Gróttu gegn Breiða­blik og KR yrði snúið við og Gróttu dæmdur 3-0 ó­­­sigur í báðum leikjum. Á­frýjunar­­dóm­­stóll KSÍ stað­­festir því úr­­­skurð aga- og úr­­­skurðar­­nefndar.

Þeim úr­­­skurði á­frýjaði Grótta og gerði fé­lagið eftir­­farandi kröfur:

  • Að málinu verði vísað frá aga- og úr­­­skurðar­­nefnd
  • Að úrskurði aga- og úr­­­skurðar­­nefndar yrði snúið við og að knatt­­spyrnu­­deild Gróttu verði sýknuð af kröfu kær­enda.

Hins vegar voru kröfur kær­enda í málinu, Breiða­blik og KR, að á­frýjunar­­dóm­­stóll KSÍ myndi stað­­festa úr­­­skurð aga- og úr­­­skurðar­­nefndar.

Máls­vörn Gróttu var sú að fé­lagið hefði, í fyrri um­­­ferð Ís­lands­­móts í flokki 60 ára og eldri, fengið leyfi frá öðrum liðum til að nota yngri leik­­menn til að ná í lið.

Fé­lagið mætti þó einnig til leiks með leik­­menn sem höfðu ekki náð 60 ára aldri í seinni um­­­ferð mótsins í leikjum gegn Breiða­blik og KR sem enduðu báðir með jafn­tefli.

Grótta hélt því fram að engin reglu­­gerð sé i gildi hjá KSÍ fyrir knatt­­spyrnu­­mót 60 ára og eldri og því ekkert sem segi til um leik­­menn 60 ára og eldri. Dóm­­stóll KSÍ hafi því engan reglu­­gerðar­­grund­­völl til að dæma eftir. Áfrýjunardómstóll KSÍ er ekki sammála því líkt og kom fram hér að ofan.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.