Neymar skildi í illu við Börsunga en PSG greiddi riftunarverðið í samningi Brasilíumannsins og gerði hann um leið að dýrasta knattspyrnumanni sögunnar.

Sóknarmaðurinn taldi sig eiga inni bónusgreiðslur hjá Börsungum en Börsungar töldu að hann hefði brotið ákvæði í samningi sínum.

Dómstóll í Barcelona úrskurðaði Börsungum í hag og að Neymar þyrfti að græða spænska félaginu 6,7 milljónir evra.

Alls áttu fjögur mál eftir að fara fyrir dómstól en Neymar og Barcelona komust í dag að samkomulagi um að binda endi á deilur þeirra á milli í dómsalnum.