Um­hverfis- og skipu­lags­ráð Reykjavíkurborgar hefur af­greitt í aug­lýsingu deili­skipu­lags­breytingu í Laugar­dal sem felur í sér rými fyrir Þjóðar­höll. Frá þessu er sagt í tilkynningu á vef borgarinnar.

Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingar­reitur Laugar­dals­hallar stækka og að innan byggingar­reitsins sé gert ráð fyrir Þjóðar­höll fyrir innan­hús­í­þróttir og við­burði.

Há­marks byggingar­magn nýrrar Þjóðar­hallar er 19.000 m2 en á móti umræddri stækkun minnkar jafnframt önnur lóð og fram­lengdur Veg­múli inn í Laugar­dal og lóð fyrir bíla­kjallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR eru felld út úr skipu­lagi, sam­kvæmt deili­skipu­lags- og skýringar­upp­drætti Lands­lags ehf.

Sam­þykkt Umhverfis- og skipulagsráðsins í þessum efnum var vísað áfram til borgar­ráðs.

Hér má sjá umrædda deiliskipulagsbreytingu
Fréttablaðið/Skjáskot

Tenging við borgarlínu

Þjóðar­höllin verður á­berandi í borgar­landinu

Í deiliskipulaginu sem fer í auglýsingu segir að nýja þjóðar­höllin verði á­berandi í um­hverfi Laugar­dalsins.

„Á­hersla verður á vandaða byggingar­list. Hönnun byggingarinnar skal inni­fela viður­kennt um­hverfis­vottunar­ferli og miðast við að byggingin hljóti slíka vottun eins og t.d. BREEAM fyrir byggingar.

Gert er ráð fyrir að aðal­gólf Laugar­dals­hallar, frjáls­í­þrótta­hallar og Þjóðar­hallar verði allar í sömu hæð. Að­stæður í landi gera það að verkum að Þjóðar­höllin mun grafast að hluta til inn í hæðar­mun frá Laugar­dals­höll upp að sam­göngu­stíg norðan Suður­lands­brautar.“

Þá segir að við stað­setningu aðal­inn­ganga sé mikil­vægt að horfa til væntan­legrar borgar­línu­stöðvar á Suður­lands­braut, vestan gatna­mót við Veg­múla.

140 bílastæði hverfa

Gert er ráð fyrir að nú­verandi að­greindir hjóla- og göngu­stígar norðan Suður­lands­brautar fari ó­breyttir í gegnum suður­jaðar breytingar­svæðisins.

„Sér­stak­lega skal huga að leiðum frá fyrir­hugaðri borgar­línu­stöð á Suður­lands­braut bæði að nýrri Þjóðar­höll og öðru að­dráttar­afli í Laugar­dal. Að­komu­leiðir að Þjóðar­höllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgar­línu­stöð og að­gengi­legar öllum.

Byggingar­reitur Þjóðar­hallar fer yfir 140 bíla­stæði aftan við Laugar­dals­höll og Frjáls­í­þrótta­höll.

„Ekki er gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. Fellur það að hug­myndum um að draga úr bíla­um­ferð í Laugar­dal og leggja auknar á­herslur á vist­væna sam­göngu­máta. Borgar­línu­stöðin gegnir þar lykil­hlut­verki.“

Deiliskipulagið sem fer í auglýsingu má sjá hér.