Alan Saint-Maximin hefur á skömmum tíma skipað sér sess í hjarta stuðnings­manna New­cast­le United. Þessi 25 ára sóknar­maður hefur verið að gera það virki­lega vel með liðinu eftir að hafa gengið til liðs við New­cast­le árið 2019 frá franska liðinu Nice.

Þá hefur at­hæfi hans utan vallar ekki minnkað ást stuðnings­manna fé­lagsins á honum en Saint-Maximin hefur nú í tví­gang tekið upp á því að gefa stuðnings­mönnum sínum og New­cast­le rán­dýr úr upp úr þurru.

Það gerði hann til að mynda á laugar­daginn eftir 2-0 sigur New­cast­le á Notting­ham For­est í fyrstu um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar. Eftir leik var Saint-Maximin að yfir­gefa Saint James' Park, heima­völl New­cast­le á bíl sínum þegar að hann nam staðar hjá hópi stuðnings­manna.

Einn þeirra hélt á franska fánanum, fána heima­lands Saint Maximim. Alan labbaði upp að um­ræddum stuðnings­manni, á­ritaði fánann og dró síðan upp kassa sem inni­hélt rán­dýrt ROLEX-úr.

Það mátti sjá á svip­brögðum um­rædds stuðnings­manns að þessi upp­á­koma kom honum á ó­vart enda ekki á hverjum degi sem manni er gefið ROLEX-úr.

Ste­ve Dutt­on var þessi um­ræddi stuðnings­maður og hann tjáði sig um gjaf­mildi Saint-Maximin á sam­fé­lags­miðlum: ,,Ég er sá sem fékk úrið frá Saint-Maximin. Ég er orð­laus. Ég hélt hann væri bara að koma til þess að á­rita fánann sem ég hefði með­ferðis og taka myndir með krökkunum. Ég er enn í sjokki. Ég get ekki þakkað honum nægi­lega mikið fyrir."

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér fyrir neðan:

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Saint-Maximin gefur stuðnings­manni úr. Það gerði hann einnig í byrjun desem­ber­mánaðar á síðasta ári, eftir fyrsta sigur New­cast­le á því tíma­bili. Það virðist því vera orðin hefð hjá Saint-Maximin að gefa frá sér dýr úr þegar að New­cast­le hefur unnið sinn fyrsta leik í ensku úr­vals­deildinni á hverju tíma­bili.