Körfuboltamaðurinn Deane Williams er á förum frá Keflavík en Williams hefur náð samningum við franska félagið Saint Quentin.

Það er því ljóst Williams mun ekki leika með Keflavík á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keflavíkur.

Keflavík varð deildarmeistari á síðustu lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor en liðið laut þar í lægra haldi fyrir Þór Þorlákshöfn.

Keflvíkingar fengu á dögunum til liðs við sig Halldór Garðar Hermannsson frá nýkrýndum Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar.