Samkvæmt heimildum 433.is hefur Davíð nú þegar skrifað undir samning við FH og búist er við því að FH tilkynni um ráðningu hans á næstu dögum.

Davíð þekkir vel til hjá FH, hann var aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, Loga Ólafssonar og Ólafs Jóhannessonar hjá félaginu og spilaði á sínum tíma sem leikmaður félagsins.

Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari á sínum tíma sem leikmaður FH og á að baki 240 leiki í efstu deild hér á landi.