Ís­lenska U-21 árs lands­liðið í karla­flokki mætir því tékk­neska í um­spili um sæti á Evrópu­mótinu árið 2023. Leikirnir fara fram í septem­ber. Það verður leikið heima og að heiman.

Loka­mótið sjálft fer svo fram í Georgíu og Rúmeníu frá 21. júní til 8. júlí á næsta ári.

„Þetta er bara spennandi. Tékkarnir eru gott lið, voru með Eng­landi í riðli og fóru nokkuð örugg­lega í gegnum sína leiki. Þeir héldu sjö sinnum hreinu í tíu leikjum, sem er ansi gott,“ sagði Davíð Snorri Jónas­son, þjálfari U-21 lands­liðsins, við 433.is eftir að ljóst var hver mót­herjinn í um­spilinu yrði.

Tékkar höfnuðu í öðru sæti síns riðils, að­eins þremur stigum á eftir Eng­lendingum. Um öflugt lið er því að ræða.
„Við spiluðum við góð lið í okkar riðli líka. Ég tel okkar lið vera klárt í hvað sem er. Við þurfum að halda á­fram með sama hugar­far,“ sagði Davíð.

Hann bætti við að mót­herjinn hefði alltaf orðið krefjandi á þessu stigi.