Enski boltinn

David Silva stefnir á að ljúka ferlinum með Las Palmas

David Silva, leikmaður Manchester City, vonast til þess að ljúka ferlinum hjá Las Palmas, liðinu sem hann ólst upp hjá þegar samningur hans hjá enska félaginu rennur út. Á hann tvö ár eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum.

Silva í leik með Manchester City á dögunum. Fréttablaðið/Getty

David Silva, leikmaður Manchester City, vonast til þess að ljúka ferlinum hjá Las Palmas, liðinu sem hann ólst upp hjá þegar samningur hans hjá enska félaginu rennur út. Á hann tvö ár eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum.

Silva er einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu félagsins og hefur leikið tæplega 350 leiki fyrir félagið frá því að hann gekk til liðs við Manchester City fyrir átta árum síðan.

Er hann þrefaldur Englandsmeistari, bikarmeistari, deildarbikarmeistari ásamt því að hafa verið hluti af landsliðshóp Spánverja sem vann EM tvívegis og HM á sex ára tímabili.

„Ég á von á því að leika hér næstu tvö árin, klára samning minn og svo sé ég til. Það fer eftir heilsu minni, andlegri og líkamlegri en draumurinn hefur alltaf verið að fara heim og leika með Las Palmas.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Enski boltinn

Burnley fikrar sig frá fallsvæðinu

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing