Það verður ekki einungis ekki einungis ærið verkefni fyrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta að leggja Ungverja að velli eða tryggja sér sæti í milliriðlum á Evrópumótinu með hagstæðum úrslitum í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppni mótsins í

Uppselt er á leikinn sem fram fer í MVM Dome-höllinni í kvöld en höllin tekur rúmlega 20.000 áhorfendur í sæti og má því búast við mikilli og góðri stemningu.

„Við verðum trúlega um 500 gegn 20 þúsund heimamönnum. Það verður við ramman reip að draga og mögulega þurfum við að öskra enn hærra og enn meira til að hvetja strákana okkar áfram,“ segir Ása Birna Ísfjörð sem er ein af nokkur hundruð Íslendingum sem sitja á pöllunum í Búdapest að öskra íslenska liðið áfram á EM í handbolta.

Stuðningsmannasveitin Sérsveitin mun líkt og í fyrstu tveimur leikjunum halda uppi stuðinu fyrir leikinn á Champs-barnum og vonandi mun sigurvíman færu íslensku stuðningsmennina á barinn eftir leik einnig.

Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga í kvöld og hafa þeir verið í endurheimt og nuddi hjá sjúkraþjálfurum liðsins til þess að vera í sínu besta formi þegar út á hólminn er komið.

Vonandi á það sama við um stuðningsmenn sem hafa hvílt rabbböndin vel, hvílt lúin bein og safnað orku fyrir komandi átök. Þeir verði áttundi maðurinn sem kemur íslenska liðinu yfir síðasta hjallann og inn í millriðlana.

Aron Pálmarsson þakkar hér fyrir stuðninginn eftir sigurinn gegn Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppninnar.