Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir í kvöld Svartfjallalandi í þriðja leik liðsins af fjórum í lokaumferð forkeppni HM 2023 sem fram fer í Podgorica.

Ísland mætir þá Svartfellinum öðru sinni í Bemax Arena en á morgun leikur liðið svo lokaleikinn í riðlunum þegar liðið mætir Dönum einnig öðru sinni.

Íslenska liðið tapaði fyrir Svartfjallalandi í fyrstu umferðinni og bar svo sigurorð af Danmörku í annarri umferðinni.

Keppnisfyrirkomulagið í þessum þriggja liða riðli er þannig að tvö efstu liðin fara áfram í keppninni að fjórum leikjum loknum.

Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, gerir eina breytingu frá leiknum föstudaginn en Davíð Arnar Ágústsson kemur inn í hópinn fyrir Ragnar Örn Bragason. Hilmar Smári Henningsson og Ragnar Örn munu hvíla í dag.

Hópurinn í leiknum í kvöld verður þar af leiðandi þannig skipaður:

Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 3

Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 54

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 90

Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 20

Kristinn Pálsson, Grindavík · 21

Kristófer Acox, Valur · 42

Ólafur Ólafsson, Grindavík · 44

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 53

Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 18

Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 45

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 12

Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 68