Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur kallað Darra Aronsson, leikmann Hauka, til æfinga með íslenska landsliðinu.

Íslenska liðið æfir hér á landi þessa vikuna og kemur Darri á sína fyrstu æfingu í hádeginu í dag.

Æfingavikan er fyrsti hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári.

Ísland er riðli með Portúgal, Ungverjalandi og lærisveinum Erlings Richardssonar hjá Hollandi á Evrópumótinu.