Fjölmiðlafulltrúi danska handboltasambandsins greinir frá því á Twitter í dag að leikmenn danska landsliðsins hafi fengið mörg ógeðfelld skilaboð eftir leikinn gegn Frökkum í gær.
Danir voru nokkrum mínútum frá því að vinna Frakka en á lokamínútum leiksins tókst Frökkum að snúa leiknum sér í hag.
Með sigrinum fór Frakkland áfram í undanúrslitin á kostnað Íslands.
Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handboltasambandsins, segir á Twitter í dag að leikmenn og þjálfarateymið hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum sínum og að þeir hafi aldrei ætlað sér að tapa leiknum.
Þá bætir hann við að það sé ekki rétt að fólk eigi skilið að deyja vegna úrslita úr handboltaleik.
Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022
— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022