Danmörk varð í gær fjórða þjóðin í sögu HM í handbolta til að verja heimsmeistaratitilinn og þegar Dönum tókst að landa gullverðlaununum með 26-24 sigri á Svíum í úrslitaleiknum.

Þetta var annað mótið í röð sem Danir léku til úrslita gegn nágrannaríki og annað skiptið í röð sem Danir höfðu betur eftir að hafa unnið 31-22 sigur á Noregi fyrir tveimur árum.

Andstæðingar gærkvöldsins, Svíþjóð, varð fyrst til að verja heimsmeistaratitilinn árið 1958 og gullaldarlið Rúmeníu vann tvisvar tvö skipti í röð, árið 1961 og 1964 og svo 1970 og 1974.

Frökkum hefur sömuleiðis tvisvar tekist að verja meistaratitilinn (2009, 2011 og 2015, 2017) en í fyrri titilvörninni höfðu Frakkar betur gegn Dönum í úrslitaleiknum.