Danska landsliðið í handbolta tapaði rétt í þessu gegn Spánverjum í undanúrslitum á Everópumótinu í handbolta.

Það verða því Spánverjar sem keppa til úrslita á mótinu gegn annað hvort Svíum eða Frökkum sem spila sinn undanúrslitaleik í kvöld.

Íslendingar voru margir hverjir svekktir út í dani fyrir að tapa góðri forystu gegn Frakklandi í síðasta leik milliriðilsins sem olli því að Frakkar komust í undanúrslit en Ísland sat eftir.

Ísland endaði í sjötta sæti Evrópumótsins er um leið ljóst að Ísland þarf að leika umspilsleik upp á sæti á HM á næsta ári.

Þar gætu Strákarnir okkar mætt þjóðum á borð við Makedóníu og Portúgal en einnig þjóðum á borð við Færeyjum og Ísrael.