Danska pressan fylgdist með leik Íslands og Svartfjallalands í milliriðli EM í handbolta í dag og vekur athygli á því að pressan sé öll á ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands fyrir leik Dana og Frakka í kvöld.
Danir mæta Frökkum í lokaleik milliriðilsins og er sviðsmyndin einföld. Danir eru komnir áfram, en geta gert Íslendingum greiða. Danskur sigur þýðir að Ísland fer áfram í undanúrslitin en jafntefli eða franskur sigur fleytir Frökkum áfram.
Í umfjöllun DR segir að Ísland sé búið að gera sitt og nú sé íslenska liðið að treysta á Dani í kvöld. Pressan sé hinsvegar á Frökkum.
Í tilefni þess eru Íslendingar farnir að tísta danska fánanum og dönskum stuðningsmannasöngvum fyrir kvöldið.
Vi er røde vi er hvide!!!!!
— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) January 26, 2022