Handbolti

Danir léku sér að leikmönnum Síle

Leikmenn Dana léku Sílemenn ansi grátt þegar liðin mættust í fyrsta leiknum í C-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Royal Arena í Kaupmannahöfn í kvöld.

Rene Toft Hansen fagnar einu af mörkum Danmerkur í leiknum. Fréttablaðið/AFP

Leikur Danmerkur og Síle í C-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla var eins og leikur kattarins að músinni. Þetta var fyrsti leikurinn í C-riðli mótsins.

Danir völtuðu yfir Sílemenn og sölluðu inn mörkum flestum eftir tapaðan bolta hjá Síle og hraða sókn danska liðsins. Staðan í hálfleik var 22-4 Dönum í vil og þegar upp var staðið fóru Danir með 39-16 sigur af hólmi. 

Leikmönnum Danmerkur héldu engin bönd í leiknum, en Casper Mortensen var markahæstur hjá liðinu með átta mörk. Rodrigo Salinas skoraði fjórðung marka Síle eða fjögur mörk talsins. 

Danmörk og Sílé eru með Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans hjá Austrríki, Sádi-Arabíu, Noregi og Túnis í riðli. 

Á morgun mætast Austurríki og Sádi-Arabía annars vegar og Noregur og Túnis hins vegar og þar með klárast fyrsta umferð í þessum riðli.  

Leikmenn Síle réðu ekkert við Mikkel Hansen og félaga hans hjá danska liðinu. Fréttablaðið/AFP

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing