Ísland hafði fyrr í dag unnið mjög svo sannfærandi sigur gegn Svartfjallalandi en þurfti að bíða eftir úrslitum leiksins til að vita örlög sín. Danir höfðu yfirhöndina allan leikinn en klúðru leiknum á ævintýralegan hátt undir lok leiks.

Úr leik Dana og Frakklands í kvöld.
Getty Images

Danir höfðu leitt allan leikinn en gáfu eftir undir restina þegar áhlaup Frakka kom. Franska vörnin fór að halda betur og Danir tóku vondar ákvarðanir fram á við.

Leiknum lauk með 30-29 sigri Frakklands. Danir höfðu 27-22 forystu þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum en klúðruðu unnum leik á ævintýralegan hátt

Úrslitin verða til þess að Ísland missir af farmiða í undanúrslit en leikur um fimmta sæti gegn Noregi á föstudag. Takist íslenska liðinu að vinna þann leik er liðið með öruggan farmiða á Heimsmeistaramótið á næsta ári.