Danir hvíla fjóra lykilleikmenn í leik sínum gegn Frakklandi í kvöld, þar á meðal besta handboltamann heims, Mikkel Hansen.

Hansen, Mathias Gidsel, Magnus Saugstrup og Jannick Green detta út úr hópnum á milli leikja.

Íslendingar bíða spenntir eftir leiknum enda ræðst það af úrslitum leiksins hvort að Ísland kemst áfram eða Frakkland.

Danir eru öruggir um sæti sitt í undanúrslitunum og ræðst það aðeins hvort að þeir lenda í fyrsta eða öðru sæti riðilsins í kvöld.