Danskir miðillinn TV2 fjallar í kvöld um að Ísland hafi misst af tækifæri á að koma sér í draumastöðu í milliriðlunum á Evrópumótinu í handbolta í dag þegar Ísland tapaði naumlega 22-23 gegn Króötum.

Sigur á Króötum hefði þýtt að Íslandi hefði dugað sigur í lokaleiknum gegn Svartfjallalandi til að komast áfram í undanúrslitin.

Eftir tapið gegn Króötum í dag þarf Ísland að treysta á sigur Dana gegn Frökkum í lokaumferðinni ásamt því að vinna Svartfjallaland.

Í greininni er einblínt á atvik á lokamínútum leiksins þegar Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson komst í gegnum vörn Króata en skaut hárfínt framhjá.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, kemur Elvari til varnar og segir að þetta sé dýrkeyptur lærdómur að taka inn fyrir reynslulítinn leikmann.

Elvar lýsti því sjálfur að tilfinningin væri hræðileg eftir leik.

Hann nýtur hinsvegar stuðnings úr íslenska leikmannahópsins og var Viktor Gísli Hallgrímsson einn þeirra sem kom Elvari til varnar og hrósaði Mosfellingnum fyrir framlag sitt í leiknum.

„Hann spilaði vel í leiknum. Þetta var þriðji leikur hans fyrir landsliðið og hann fékk þetta erfiða verkefni að taka lokaskotið. Þetta tap er ekki honum að kenna, heldur fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks,“ segir Viktor Gísli í samtali við Tv2 í Danmörku.