Ákvörðun Hagkaups að aflýsa dönskum dögum í kjölfarið af leik Dana og Frakklands í gær er til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum í dag.

Einn helsti handboltasérfræðingur Dana, Bent Nyegaard, spyr sig um leið hversu heimskur sé hægt að vera á Twitter.

TV2 ræddi við Bjarka Má Elísson, leikmann íslenska liðsins, sem segir þetta líklegast góða ákvörðun í ljósi pirrings meðal íslensku þjóðarinnar á samfélagsmiðlum.

Í greininni er einnig fjallað um að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafi lagt til að ákveðið yrði að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns Danakonungs af Alþingishúsinu.