KR tilkynnti í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Danielle Victoriu Rodriguez um að leika með liðinu í Dominos-deild kvenna á næsta ári.

Danielle var samningslaus eftir að Stjarnan tilkynnti á dögunum að félagið myndi ekki tefla fram liði í efstu deild.

Bakvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar þau þrjú ár sem hún hefur leikið á Íslandi og var með 25,5 stig, 10,9 fráköst og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

KR fór í undanúrslit Dominos-deildar kvenna á fyrsta tímabili sínu í efstu deld þar sem liðið féll úr leik gegn Val.