Daní­el Þór Inga­son leikmaður karlaliðs Hauka í handbolta og landsliðsmaður hef­ur gert þriggja ára samn­ing við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Es­bjerg.

Þetta kem­ur fram í tilkynningu á heimasíðu fé­lags­ins en Daníel Þór verður liðsfélagi Rúnars Kárasonar sem gekk til liðs við félagið fyrir keppnistímabilið.

„Mér fannst þetta vera rétti tímapunktuinn til þess að takast á við nýja áskorun á ferili mínum eftir að hafa leikið nokkur tímabil heima.

Ribe-Esbjerg er félag með mikinn metnað og forráðamenn félagsins sýndu mér mikinn áhuga. Þess vegna ákvað ég að ganga til liðs við félagið," segir Daníel meðal annars um vistakiptin í samtali við heimasíðu félagsins.

Þessi 23 ára gamla skytta og varnarmaður hefur verið í lykilhlutverki hjá Haukum síðstu ár en liðið er ríkjandi deildarmeistari og leikur þessa dagana til úrslita á Íslandsmótinu við Selfoss.

Hann tryggði Haukum dramatískan sigur í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu með sigurmarki sínu á lokaandartökum leiksins en sigurinn þýðir að staðan í viðureigninni er jöfn 1-1.