Sport

Daily Mail segir fólki að afskrifa ekki Ísland á HM

Enski fjölmiðillinn Daily Mail birti í dag greiningu á minni spámönnum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi en þeir segja að enginn skuli afskrifa litla Ísland, framganga Strákanna okkar í Frakklandi sýni það.

Íslenska liðið fagnar eftir sigurinn eftirminnilega á Englendingum í Nice. Fréttablaðið/Getty

Breski miðillinn Daily Mail birti í dag grein á heimasíðu sinni þar sem farið er yfir „minni“ liðin sem keppa á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.

Er eflaust enginn Englendingur búinn að gleyma því þegar Ísland sendi Englendinga heim af Evrópumótinu 2016 með 2-1 sigri í 16-liða úrslitunum.

Kemur fram í greininni að Gylfi Þór Sigurðsson sé besti leikmaður Íslands og sá mikilvægasti, hann þurfi að axla töluverða ábyrgð í sóknarleiknum ef Ísland ætli langt.

Er tölfræðin eitthvað stríða þeim þar sem þeir segja að á Íslandi búi aðeins 330.000 manns en þeir segja að enginn ætti að afskrifa Ísland, stórgóð frammistaða í Frakklandi væri dæmi um það.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Auglýsing

Nýjast

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Meistararnir byrjuðu á sigri

Frábært ár varð stórkostlegt

Auglýsing