Karlalið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir blóðtöku en Dagur Kár Jónsson leikstjórnandi fór um nýliðna helgi í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarið.

Dagur Kár verður sex til átta vikur að jafna sig eftir aðgerðina og kemur því ekki aftur inn á körfuboltavölinn fyrr en á nýju ári.

Grindavík hefur farið illa af stað í vetur en liðið hefur fjögur stig eftir sjö umfeðrir og situr í 10. sæti deildarinnar.

Næsti leikur Grindavíkur í Domino's-deildinni er á móti Val á fimmtudaginn en auk þeirra leikja leikur liðið við ÍR, Þór Akureyri og Tindastól fram að jólafríi.

Fyrsti leikur Grindavíkurliðsins eftir áramót er svo þegar liðið fær KR-liðið í heimsókn 5. janúar. Dagur Kár gæti verið orðinn heill heilsu þegar að þeim leik kemur.