Dagur Gautason, hornamður karlaliðs Stjörnunnar í handbolta, meiddist á hné í leik liðsins gegn Haukum í þriðju umferð Íslandsmótsins á dögunum og nú hefur komið í ljós að þau meiðsli munu halda honum utan vallur næstu tvo mánuðina um það bil. Það er vefsíðan handbolti.is sem greinir frá þessu.

Dagur gekk til liðs við Stjörnuna frá uppeldisfélagi sínu, KA, í sumar og hefur skorað 15 mörk í fyrstu fimm leikjum Garðabæjarliðsins á Íslandsmótinu á nýhafinni leiktíð. Hann er markahæsti leikmaður liðsins það sem af er keppnistímabili.

Stjarnan hefur farið rólega af stað í stigasöfnun sinni í vetur en liðið hefur eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína. Næsti leikur Stjörnunnar í deildinni er á móti KA í TM-höllinni á föstudagskvöldið kemur.

Dagur getur þar af leiðandi ekki mætti fyrrverandi samherjum sínum í fyrri umferðinni en verður líklega kominn tvíefldur til baka þegar liðin mætast norðan heiða í seinni umferðinni.