Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði enska ofurdeildarliðsins West Ham United hefur verið tilnefnd sem leikmaður ársins í Ofurdeildinni á London Football Awards 2023.
Það er blaðamaðurinn James Olley sem greinir frá en ásamt Dagný í flokknum besti leikmaður ársins eru aðrir leikmenn Lundúna liða og má þar nefna Beth Mead og Kim Little, leikmenn Arsenal sem og Sam Kerr og Millie Bright, leikmenn Chelsea.
Á London Football Awards eru einstaklingar, hvort sem um ræðir þjálfara eða leikmenn, knattspyrnufélaga í Lundúnum sem þótt hafa skarað fram úr, heiðraðir.
Dagný hefur verið að gera afar flotta hluti með West Ham United og fyrir yfirstandandi tímabil var hún gerð að fyrirliða félagsins. Dagný hefur verið á mála hjá West Ham United frá árinu 2021.
Í flokknum þjálfari ársins má meðal annars Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal og Emmu Hayes, þjálfara Chelsea á meðal tilnefndra.
More categories including EFL Player of the Year, Young Player of the Year (Mens and Women’s), Community Project of the Year. Awards raise money for @Willow_Fdn, winners announced on March 13 at Camden Roundhouse.
— James Olley (@JamesOlley) February 3, 2023