Dagný Brynjarsdóttir komst upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið þegar hún kom Íslandi 2-0 yfir í Finnlandi í dag.

Þetta er fyrsta mark Dagnýjar fyrir landsliðið síðan hún skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Þýskalandi ytra fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Rangæingurinn fékk góða sendingu inn fyrir vörnina frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og afgreiddi færið vel.

Dagnýju vantar fjórtán mörk til að ná Hólmfríði Magnúsdóttur en mun ekki hagga við markameti Margrétar Láru Viðarsdóttur sem hefur til þessa skorað 78 mörk fyrir kvennalandsliðið.