Íslenski boltinn

Dagný í viðræðum um að leika með Selfossi í sumar

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er í viðræðum við Selfoss um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna seinni part tímabilsins í sumar en hún er án samnings og að hefja æfingar eftir barnsburð.

Dagný í baráttunni við Andreu Rán í leik Selfoss og Blika á Kópavogsvelli 2015.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er í viðræðum við Selfoss um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna seinni part tímabilsins í sumar en hún er án samnings og að hefja æfingar eftir barnsburð.

Þetta staðfesti hún í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins í dag en hún lék með liðinu sumarið 2014 og 2015.

Dagný eignaðist fyrsta barn sitt fyrir um mánuði síðan en hún er hægt og bítandi að fara af stað á æfingum. Hún var dugleg að æfa á meðgöngunni í samráði við ljósmóðir sína eins og Dagný ræddi í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins á sínum tíma.

Hefur hún verið á mála hjá liði Portland Thorns undanfarin tvö ár en samningur hennar rann út eftir síðasta tímabil.

Var ákveðið að slá á frest endurnýjun á samningi hennar enda var ekki ljóst hversu mikið hún myndi leika með liðinu eftir að hún varð ólétt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Enginn hélt að sambandið myndi endast

Lífið

Dagný og Ómar eignuðust dreng

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

Auglýsing