Dagbjartur Sigurbrandsson vann annað mótið í röð á stigamótaröð Golfsambands Íslands en í kvennaflokki reyndist Ragnhildur Kristinsdóttir hlutskörpust.

Það var því tvöfaldur sigur GR á Símamótinu sem fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Dagbjartur lék manna best á fimm höggum undir pari á lokahringnum og skaust með því fram úr Andra Þór Björnssyni.

Ragnhildur var með sextán högga forskot á næsta kylfing fyrir lokadaginn og kom því ekki að sök að hún lék lokahringinn á tíu höggum yfir pari.