Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG hafa tekið stórt stökk upp heimslista áhugakylfinga undanfarna mánuði.

Greint er frá málinu á heimasíðu Golfsambandsins, Golf.is í dag.

Dagbjartur er kominn upp í 297. sæti á heimslista áhugakylfinga eftir að hafa byrjað árið í 4852. sæti. Hefur hann því lyft sér upp um 4555 sæti á þessu ári.

Hulda Clara komst inn á heimslista áhugakylfinga í byrjun sumars og er hún núna komin í 330. sætið.

Hefur Hulda því skotist upp um 2274. sæti á tæpu hálfu ári.