Spjótkastararnir Dagbjartur og Sindri Hrafn Guðmundsson sem keppa fyrir hönd Missisippi State voru meðal fimm efstu á mótinu en náðu ekki að fylgja eftir góðum árangri undanfarinna vikna í Eugene.

Þeir voru báðir nálægt áttatíu metra köstum í undankeppninni fyrir meistaramótið en lengsta kast Dagbjarts í nótt var 76.73 meter. Það var 25 sentímetrum frá kasti Tzuriel sem bætti eigið met í lokakastinu.

Sindri Hrafn sem kastaði 79,83 metra í undankeppninni kastaði lengst 75,61 metra í nótt en tvö köst hans voru dæmd ógild, þar á meðal síðasta kastið.

Sindri á enn 18. lengsta kastið í sögu NCAA með kasti upp á 80,49 metra sem hann setti þegar hann keppti fyrir Utah State.