Dagbjartur Daði Jónsson, spjótkastari úr ÍR, keppir í nótt í meistaramóti bandarískra háskólaíþrótta í frjálsum íþróttum utanhúss. Þetta er annað árið í röð sem Dagbjartur kemst í úrslit meistaramótsins.

Keppnin fer fram í Eugene í Portland og er áætlað að keppni hefjist um 00:45 að íslenskum tíma.

Dagbjartur sem keppir fyrir hönd Missisippi State var með sjöunda besta kastið í forkeppninni upp á 72,5 metra. Lengsta kast hans er 79,57 metrar.

Erna Sóley Gunnarsdóttir sem keppir fyrir Rice University keppir í kúluvarpi annað kvöld en hún var með 20. besta kastið í forkeppninni með kasti upp á 16,93 metra.

Hún bætti eigið Íslandsmet fyrr í vetur með kasti upp á 17,29 metrum.