Dætur brasilísku knattspyrnustjörnunnar Pelé hafna alfarið þeim sögusögnum að faðir þeirra sé í lífslokameðferð vegna ristilkrabbameins. Það er Reuters sem greinir frá.
Undanfarna vikur hefur dvöl Pelé á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo vakið athygli. Sjálfur hefur Pelé sagt að aðeins sé um mánaðarlega heimsókn sína að ræða á sjúkrahúsið en um helgina birtust fréttir í fjölmiðlum ytra um að hann væri nú kominn í lífslokameðferð.
Pelé er að glíma við ristilkrabbamein og er lyfjameðferð hans sögð ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Dætur Pelé, þær Kely Arantes Nascimento og Flavia Arantes Nsacimento segja það hins vegar af og frá að lífslokameðferð Pelé sé hafin.
,,Það er ósanngjarnt að okkar mati að hann sé sagður í lífslokameðferð. Trúið okkur: Það er ekki staðan," segir Falvia Nascimento í samtali við Globo TV.
Pelé hafi fengið COVID-19 fyrir þremur vikum síðan sem hafi valdið öndunarfærasýkingu hjá honum.
Yfirlýsing frá Albert Einstein sjúkrahúsinu um nýliðna helgi sagði að Pelé væri í stöðugu ástandi, hann væri einnig að svara lyfjagjöf, vegna öndunarfærasýkingar, vel.
Safnast saman og sýna Pelé stuðning
Pelé, sem er talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur fengið markar bata- og heillakveðjur á dögunum.
Fjöldi stuðningsmanna brasilíska knattspyrnuliðsins Santos, liðið sem Pelé lék eitt sinn með og er goðsögn hjá, söfnuðust saman fyrir utan Albert Einstein spítalann í Sao Paulo í gær, sungu stuðiningssöngva og kveiktu á kertum.


Þá hefur Pelé fengið stuðningskveðjur frá Katar þar sem Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram þessa dagana.
Stærðarinnar mynd af brasilísku knattspyrnugoðsögninni var varpað á Aspire turninn í Doha á dögunum

Og þá sendu brasilísku stuðningsmennirnir á HM fallega kveðju til Pelé á meðan leik Brasilíu og Cameroon stóð á dögunum.
Stærðarinnar borði af með mynd af Pelé og kveðjunni: ´Pelé, láttu þér batna' var dreginn fram í stúkunni.
