Dætur brasilísku knatt­spyrnu­stjörnunnar Pelé hafna al­farið þeim sögu­sögnum að faðir þeirra sé í lífs­loka­með­ferð vegna ristil­krabba­meins. Það er Reu­ters sem greinir frá.

Undan­farna vikur hefur dvöl Pelé á Albert Ein­stein sjúkra­húsinu í Sao Pau­lo vakið at­hygli. Sjálfur hefur Pelé sagt að að­eins sé um mánaðar­lega heim­sókn sína að ræða á sjúkra­húsið en um helgina birtust fréttir í fjöl­miðlum ytra um að hann væri nú kominn í lífs­loka­með­ferð.

Pelé er að glíma við ristil­krabba­mein og er lyfja­með­ferð hans sögð ekki hafa borið til­ætlaðan árangur. Dætur Pelé, þær Kely Aran­tes Nascimento og Flavia Aran­tes Nsa­cimento segja það hins vegar af og frá að lífs­loka­með­ferð Pelé sé hafin.

,,Það er ó­sann­gjarnt að okkar mati að hann sé sagður í lífs­loka­með­ferð. Trúið okkur: Það er ekki staðan," segir Falvia Nascimento í sam­tali við Globo TV.

Pelé hafi fengið CO­VID-19 fyrir þremur vikum síðan sem hafi valdið öndunar­færa­sýkingu hjá honum.

Yfir­lýsing frá Albert Ein­stein sjúkra­húsinu um ný­liðna helgi sagði að Pelé væri í stöðugu á­standi, hann væri einnig að svara lyfja­gjöf, vegna öndunar­færa­sýkingar, vel.

Safnast saman og sýna Pelé stuðning

Pelé, sem er talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur fengið markar bata- og heillakveðjur á dögunum.

Fjöldi stuðningsmanna brasilíska knattspyrnuliðsins Santos, liðið sem Pelé lék eitt sinn með og er goðsögn hjá, söfnuðust saman fyrir utan Albert Einstein spítalann í Sao Paulo í gær, sungu stuðiningssöngva og kveiktu á kertum.

Fréttablaðið/GettyImages
Fréttablaðið/GettyImages

Þá hefur Pelé fengið stuðningskveðjur frá Katar þar sem Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram þessa dagana.

Stærðarinnar mynd af brasilísku knattspyrnugoðsögninni var varpað á Aspire turninn í Doha á dögunum

Fréttablaðið/GettyImages

Og þá sendu brasilísku stuðningsmennirnir á HM fallega kveðju til Pelé á meðan leik Brasilíu og Cameroon stóð á dögunum.

Stærðarinnar borði af með mynd af Pelé og kveðjunni: ´Pelé, láttu þér batna' var dreginn fram í stúkunni.

Fréttablaðið/GettyImages