Rússneski fimleikmaðurinn Ivan Kuliak hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann fyrir að hafa mætt til leiks á fimleikamót með bókstafinn Z á keppnisbúningi sínum og með því sýnt stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Á sama tíma deildi hann verðlaunapalli með úkraínskum kollega sínum.

Rúss­land hóf inn­rás sína í Úkraínu undir lok febrúarmánaðar og síðan þá hefur heims­byggðin for­dæmt að­gerðir Rússa, en bók­stafurinn Z hefur verið notaður til þess að sýna stuðning við inn­rásina og Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og má sjá merkið á skrið­drekum og öðrum tækjum Rúss­neska hersins.

Al­þjóðafim­leika­sam­bandið hóf rann­sókn á hegðun I­vans Kuli­ak í mars síðastliðnum og telur að með hegðun sinni hafi hann brotið nokkrar reglur sem fimleikafólk á alþjóðavísu má ekki fara á svig við.

Þá mun Ivan einnig þurfa að gefa frá sér brons medalíu sem hann fékk á umræddu móti sem og 400 punda verðlaunafé sem hann hlaut fyrir árangurinn. Þá mun hann einnig þurfa að greiða rannsóknarkostnað sem nemur 1600 pundum.

Nokkrum dögum eftir að atvikið átti sér stað lét Kuliak hafa það eftir sér að hann sæji ekki eftir neinu og myndi gera þetta aftur.