Curt­is Jo­nes, miðvallarleikmaður karlaliðs Li­verpool í knattspyrnu, fékk heilahristing þegar liðið mætti Osa­suna í síðasta æfingaleik sínum fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á mánu­daginn var.

Jo­nes mun af þeim sökum ekki vera í leikmannahópi Liverpool fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en liðið sækir þá Norwich City heim síðdegis á laugardaginn.

Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, getur ekki heldur stillt upp skoska bakverðinum Andy Robertson en hann meiddist á ökkla í æfingaleik á dögunum.

Talið er að Grikkinn Kostas Tsimikas muni fá tækifæri í bakvarðarstöðunni í leiknum gegn Norwich City en hann fékk sárafá tækifæri á síðasta keppnistímabili en Tsimikas glímdi við meiðsli drjúgan hluta af leiktíðinni.