Stephen Curry ritaði í nótt nafn sitt í sögubók Golden State Warriors þegar hann skoraði 53 stig í sigri liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið.

Curry, sem gekk til liðs við Golden State Warriors, sem fyrsta val í nýliðavalinu árið 2009, hefur þar af leiðandi skorað 17,818 stig fyrir liðið og komst upp fyrir Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu félagsins. Chamberlain skorað sínum tíma 17,783 fyrir liðið.

„Þetta er vissulega sérstök stund á ferli mínum. Þegar ég heyrði um met Wilt Chamberlain á sínum tíma óraði mig ekki fyrir því að ég myndi nokkurn tímann ná að slá það," sagði Curry eftir leikinn í nótt.

Þetta var í níunda skipti sem þessi 33 ára gamli leikmaður skorar meira en 50 stig í leik fyrir Golden State Warriors.