Steph Curry, bakvörður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, bætti metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar í nótt þegar Curry skaust upp fyrir Ray Allen í efsta sætið.
Íslandsvininum Curry vantaði aðeins tvær þriggja stiga körfur til að bæta met Allen í nótt og var hann fljótur að afgreiða það.
Önnur þriggja stiga karfa Curry i leiknum kom á fyrstu fimm mínútum leiksins.
Curry var heiðraður í Madison Square Garden þegar metið var í höfn og var stigahæstur í sigri Warriors á Knicks í nótt.
A historic shot for @stephencurry30. pic.twitter.com/93iqFKJ9LN
— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 15, 2021
Það tók Curry aðeins 789 leiki að bæta met Allen sem lék sjálfur á sínum tíma 1300 leiki.
Næstur á listanum á eftir þeim Curry og Allen er Reggie Miller með 1389 leiki en James Harden nálgast Miller á listanum.
Curry og Allen voru báðir staddir í Garðinum í nótt þegar Curry bætti metið.
Ray Allen congratulates Stephen Curry on breaking his all-time three-point record. #NBA75
— NBA (@NBA) December 15, 2021
History tonight on TNT pic.twitter.com/RAIRN0vpa0