Steph Curry bætti eigið stigamet í einum leik þegar hann var með 62 af 135 stigum Golden State Warriors í 137-122 sigri á Portland Trailblazers í nótt.

Curry þarf að axla aukna ábyrgð í sóknarleik Warriors eftir meiðsli Klay Thompson rétt fyrir upphafsleik tímabilsins.

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Golden State nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og í öllum þremur leikjunum hefur Curry verið með meira en þrjátíu stig.

Curry hitti úr átta af sextán tilraunum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna, átján af nítján vítaskotum sínum og tíu skotum innan úr teignum.

Aðeins 33 sinnum í sögu NBA-deildarinnar hefur leikmaður skorað 63 stig eða meira, þar af sautján sinnum Wilt Chamberlain.

Þetta er í sjöunda skiptið sem Curry er með meira en fimmtíu stig í einum og sama leiknum.