Golf

Curry á enn möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn

NBA-meistaranum Stephen Curry er margt til lista lagt. Hann nýtir sumarfríið til að keppa á golfmóti.

Curry sýndi góð tilþrif á fyrsta hringnum á Ellie Mae Classic mótinu í golfi. Fréttablaðið/Getty

Stephen Curry lék fyrsta hringinn á Ellie Mae Classic mótinu í golfi á einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Web.com mótaröðinni.

Curry er ekki bara einn besti körfuboltamaður í heimi heldur einnig liðtækur kylfingur. 

Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt á Ellie Mae Classic. Í fyrra komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.

Curry fékk þrjá fugla á hringnum í gær og fjóra skolla. Hann er í 106.-121. sæti og á enn ágæta möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Curry leikur með Golden State Warriors og hefur þrisvar sinnum orðið NBA-meistari með liðinu. Hann hefur í tvígang verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Val­dís hefur leik á öðru stigi úr­töku­móts LPGA í dag

Golf

Axel í erfiðum málum í Portúgal

Golf

Evrópa vann Ryder-bikarinn

Auglýsing

Nýjast

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Auglýsing