Golf

Curry á enn möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn

NBA-meistaranum Stephen Curry er margt til lista lagt. Hann nýtir sumarfríið til að keppa á golfmóti.

Curry sýndi góð tilþrif á fyrsta hringnum á Ellie Mae Classic mótinu í golfi. Fréttablaðið/Getty

Stephen Curry lék fyrsta hringinn á Ellie Mae Classic mótinu í golfi á einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Web.com mótaröðinni.

Curry er ekki bara einn besti körfuboltamaður í heimi heldur einnig liðtækur kylfingur. 

Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt á Ellie Mae Classic. Í fyrra komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.

Curry fékk þrjá fugla á hringnum í gær og fjóra skolla. Hann er í 106.-121. sæti og á enn ágæta möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Curry leikur með Golden State Warriors og hefur þrisvar sinnum orðið NBA-meistari með liðinu. Hann hefur í tvígang verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Koepka hafði betur gegn Woods

Golf

„Frábært að stimpla þetta inn á ferilskrána“

Golf

Axel og Birgir Leifur fengu silfur

Auglýsing

Nýjast

Sárnaði þegar Courtois fór til Real Madrid

Hannes og fé­lagar þurfa sigur gegn Ís­lands(ó)vinunum í BATE

Hafði ekki skorað í 83 leikjum en skoraði svo tvö gegn Víkingi

„Gagnrýnin á Sterling er drifin áfram af rasisma“

Cech segir Leverkusen sorglegt félag

Markakóngurinn gripinn í símanum undir stýri

Auglýsing