Knattspyrnumaðurinn geðþekki Peter Crouch tilkynnti á twitter-síðu sinni í dag að hann hafði ákveðið að láta staðar numið og hætta knattspyrnuiðkun.

Crouch lék síðast með Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla en hann lék einnig með Tottenham Hotspur, Dulwich Hamlet, IFK Hässleholm, Queens Park Rangers, Portsmouth, Aston Villa, Norwich City, Southampton, Liverpool og Stoke City á ferli sínum.

Hann skoraði 201 mark í 720 leikjum með þeim ensku liðum sem hann spilaði með þar af 108 mörk í 468 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Crouch á tvö met í ensku úrvalsdeildinni með því að skora 53 mörk með skalla og 158 mörk eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Vorið 2006 varð hann bikarmeistari með Liverpool og árið eftir lék hann með liðinu á móti AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Þá lék Crouch 42 leiki fyrir enska A-landslðið og skoraði fyrir þjóð sína 22 mörk. Hann spilaði með enska liðinu á tveimur heimsmeistaramótum árin 2006 og 2010.