Sport

CrossFit Games hefjast um helgina

CrossFit Games sem er hápunktur hvers árs í CrossFit íþróttinni eru handan við hornið. Keppnistímabilið byrjar á CrossFit Open sem er opið öllum sem vilja taka þátt og í kjölfarið keppa þeir keppendur sem hafna í efsta sætunum á CrossFit Open á Regionals.

Katrín Tanja Davíðsdóttir tekur þátta í CrossFit Games. Fréttablaðið/Eyþór

CrossFit Games sem er hápunktur hvers árs í CrossFit íþróttinni eru handan við hornið. Keppnistímabilið byrjar á CrossFit Open sem er opið öllum sem vilja taka þátt og í kjölfarið keppa þeir keppendur sem hafna í efsta sætunum á CrossFit Open á Regionals. Þessi svæðamót eru níu talsins, en Evrópukeppnin fer fram um næstu helgi í Berlín í Þýskalandi.

Alveg frá 2009 hefur Ísland átt keppendur í lokakeppni á CrossFit Games og í ár verður vonandi engin undantekning á því.  Ísland á tvo tvöfalda heimsmeistara á CrossFit Games, það eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson náð sæti á palli.

Íslensku keppendurnir eru ekki allir skráðir í Evrópuriðilinn svo við munum ekki sjá strax hversu margir tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum sjálfum, en þeir Íslendingar sem eru gjaldgengir á Regionals í ár eru eftirtaldir:

Anníe Mist Þórisdóttir
Katrín Tanja Davíðsdóttir (keppir á East Regional)
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
Björk Óðinsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir
Þuríður Erla Helgadóttir
Oddrún Eik Gylfadóttir (Meridian Regional)

Björgvin Karl Guðmundsson
Frederik Aegidius 
Árni Björn Kristjánsson
Sigurður Þrastarson

Í ár er aðeins eitt lið frá Íslandi í undankeppninni og það er lið CrossFit XY.

Á CrossFit Games er líka keppt í aldursflokkum.  Þar hefur Ísland átt sigurvegara í Masters flokki, hann Hilmar Harðarson. Þá hefur Ísland einnig átt keppanda í unglingaflokki. Þeir sem keppa í aldursflokkum þurfa ekki að keppa á svæðamótum, en þurfa þess í stað að taka þátt í svokölluðum “online qualifier” sem samanstendur af nokkrum æfingum líkt og er í Open undankeppninni.  

Íslendingar eiga í ár þrjá keppendur í unglingaflokki sem hafa tryggt sér þátttökurétt á aðalmótinu. Það eru eftirtaldir:

Birta Líf Þórarinsdóttir (stelpur 14-15 ára)
Brynjar Ari Magnússon (strákar 14-15 ára)
Katla Björk Ketilsdóttir (stelpur 16-17 ára)

CrossFit Games fara fram 1-5. ágúst í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Handbolti

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Handbolti

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Auglýsing

Nýjast

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Hilmar sigraði á heimsbikarmóti IPC í svigi í dag

Auglýsing